04.01.2021
Nýr vefur - nafnid.is
Föstudaginn 18. desember sl. var nýr vefur Árnastofnunar, nafnið.is, formlega opnaður. Vefurinn veitir aðgang að örnefnasafni Árnastofnunar sem nú er orðið leitarbært í heild sinni. Verkefnið var unnið í samstarfi við Landmælingar Íslands.