Loftslags- og samgöngustefna Landmælinga Íslands
Áherslur og markmið í Loftslags- og samgöngustefnu
Landmælingar Íslands vilja vera til fyrirmyndar, sýna gott fordæmi í loftslags- og samgöngumálum og stuðla að sjálfbærni og betri árangri í daglegum rekstri. Stofnunin vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og um leið heilsu starfsfólks.
Markmið loftslags- og samgöngustefnu Landmælinga Íslands er að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Stefnt er að því að velja vistvæna valkosti við kaup á þjónustu og flutningi og að starfsfólk LMÍ velji heilsusamlega, vistvæna og hagkvæma ferðamáta. Stofnunin verði kolefnishlutlaus fyrir árið 2030.
Framkvæmd
- Landmælingar Íslands hvetja starfsfólk sem býr á Akranesi til að ganga eða hjóla til og frá vinnu.
- Landmælingar Íslands hvetja starfsfólk sem býr utan Akraness til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til og frá þeim stað þar sem bifreið Landmælinga er staðsett til aksturs á Akranes. Það sama á við ef farið er með strætisvagni til og frá Akranesi.
- Stofnunin hvetur starfsfólk til að samnýta ferðir á vinnutíma eins og kostur er.
- Stofnunin mun eingöngu kaupa vistvænar bifreiðar. **
- Þegar pantaðir eru leigu- eða bílaleigubílar eða þegar notast er við hópferðabíla skal óskað eftir vistvænum bílum.
- Starfsfólk er hvatt til að tileinka sér vistakstur.
- Starfsfólk fer gangandi eða hjólandi á fundi ef ferðin tekur 10 mínútur eða skemur.
- Starfsfólk notar vistvæna bíla í eigu stofnunarinnar eða strætisvagna til að fara á fundi utan Akraness eins og kostur er.
- Landmælingar Íslands hvetja starfsfólk til að nýta síma- og fjarfundi eins og kostur er.
- Landmælingar Íslands tryggja aðstöðu á vinnustað fyrir þá sem hjóla eða ganga til vinnu.
- Unnið verði að því að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla á bílastæði Stillholts 16-18 í samvinnu við húsfélagið.
- Stefnt er að fyrstu skrefum í hjólavottun.
- Landmælingar Íslands hafa sett sér stefnu í til þess að minnka kolefnisspor og álag á samgöngur.
- Við kaup á vöru og þjónustu skal leitast við að skipta við fyrirtæki í nærumhverfinu til að takmarka flutning og ferðalög.
- Starfsfólk er hvatt til þess að nýta ferðir starfsfólks við flutning á vörum milli svæða.
- Starfsfólk er hvatt til þess að huga að kolefnisspori stofnunarinnar við val á ferðum sínum innanlands og erlendis s.s. með því að samnýta ferðir.
Loftslags- og samgöngustefnu Landmælinga Íslands skal fylgt eftir með aðgerðaáætlun til eins árs í senn. Í aðgerðaáætluninni eru tilgreindar áherslur og aðgerðir, þeim forgangsraðað og ábyrgðaraðilar tilgreindir.
Endurskoða skal stefnuna á þriggja ára fresti eða oftar ef tilefni er til.