Fara í efni

Samgöngur

Samgögnulagið skiptist í tvö lög; vegi og flugvelli. Vegalagið er að mestum hluta GPS-mælt og er það gert í samvinnu við Vegagerðina. Nákvæmni GPS-mældra vega er +/- 5 metrar (oftast nákvæmari). Vegirnir eru m.a. flokkaðir eftir yfirborði, veggerð, vegflokkun, vegnúmerum og notkun. Vegagerðin segir til um hvert ástand vegarins er, t.d. ef um veggerð F3 er að ræða þá er slóðinn einungis fær mjög vel útbúnum bílum.

Vegir í þéttbýli eru komnir inn af stórum hluta landsins. Þeir eru ekki GPS-mældir heldur hnitaðir að stærstum hluta eftir loftmyndum. Þeir eru ekki flokkaðir jafn ítarlega og þeir vegir sem hafa verið GPS-mældir. Stór hluti af þéttbýlisvegunum kemur frá Samsýn ehf.

Í útgáfunni eru um 26.000 km af vegum. 

Nánari upplýsingar er að finna í lýsigögnum um samgöngur.