Fara í efni

Landshæðakerfi

 

Eitt af mikilvægustu verkefnum Landmælinga Íslands er að byggja upp og viðhalda sameiginlegu hæðarkerfi fyrir allt Ísland með það að markmiði að leggja samfélaginu til áreiðanlegan grundvöll fyrir hæðarmælingar. Vinnu við fyrstu útgáfu af sameiginlegu landshæðarkerfi er lokið en mælingarnar byggjast á fínhallamælingum meðfram þjóðvegum og hálendisvegum ásamt GPS- og þyngdarmælingum í hæðarnetinu. Um 3000 varanleg fastmerki hafa verið reiknuð út og þau má sjá í skýrslu um fyrstu útgáfu af Landshæðarkerfi Íslands.