Fara í efni

Mannvirki

Mannvirki skiptast upp í 2 lög: flákalag (polygon) og punktalag. Flákalagið sýnir útlínur þéttbýlisstaða á landinu og koma m.a. fram íbúafjöldaupplýsingar. Flákalagið var hnitað eftir m.a. SPOT-5 gervitunglamyndum.

Mannvirkjapunktarnir sýna mannvirki fyrir utan þéttbýli. Fjöldi punkta er um 23.500. Í laginu eru íbúðarhús, sumarhús, skálar, skólar, kirkjur, möstur, vitar og veitumannvirki svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar er að finna í lýsigögnum um mannvirki.