Fara í efni

Íslenskar fitjuskrár

Hér er hægt að skoða og hlaða niður fitjuskrám en þær ná yfir fyrirbæri tengd náttúrufari og mannvirkjum af ýmsum toga og eru notaðar við flokkun staðfræðilegra gagna, óháð kerfum og hugbúnaði sem notaður er við vinnslu landupplýsinga.

Sameiginlegar fitjueigindir – valkvæmar

Hér eru taldar upp valfrjálsar fitjueigindir sem eru sameiginlegar með mörgum fitjutegundum og eru notaðar þegar það á við.

Bent er á að fitjuskrárnar eru uppfærðar eftir því sem þörf er á og að hér er alltaf birt nýjasta útgáfan. Allar breytingar sem eru gerðar eru skráðar aftast í hverja fitjuskrá. Við nýja útgáfu er útgáfunúmerinu breytt. Til að vera viss um að vera alltaf með nýjustu útgáfuna fyrir framan sig er best að skoða fitjuskrárnar á heimasíðunni. Ekki er hægt að ábyrgjast að útprentuð eintök séu enn í gildi.

Vinsamlega sendið athugasemdir og spurningar um fitjuskrárnar til lmi@lmi.is eða hafið samband í síma 430 9000.