Fara í efni

Íslenskur staðall og fitjuskrár

Í staðlinum eru þemu, fitjuflokkar og sameiginlegar eigindir sem ætti alltaf að skrá, hugmyndafræðin og skýringar. Þetta er staðall í umsjón og dreifingu Staðlaráðs Íslands

 sem getur staðið sem sjálfstætt plagg. Vísað er úr staðlinum í fitjuskrár sem eru óháðar hver annari. Staðlaráð Íslands sér alfarið um sölu og dreifingu staðalsins.

  • Staðalinn er hægt að kaupa á heimsíðu Staðlaráðs
  • Athugasemdir við staðalinn eru sendar á Staðlaráð stadlar@stadlar.is

Breytingaferli
Nýjar útgáfur staðalsins eru þróaðar í SSL nefnd LÍSU og tækninefnd FUT sem er á vegum Staðlaráðs. Frumvarp að nýjum staðli er alltaf auglýst og tekur Staðlaráð á móti athugasemdum.

ÍST 120 er endurskoðaður á 3 – 5 ára fresti.

Fitjuskrár
Hverju þema staðalsins tengjast fitjuskrár, ein eða fleiri. Þær eru aðgengilegar á þessari heimasíðu. Vinnuhópar (faghópar) fyrir hverja fitjuskrá sjá um þróun efnisinnihalds. LMÍ fylgir verkefninu eftir í samvinnu við SSL nefnd LÍSU.

  • Fitjuskrárnar eru aðgengilegar á heimsíðu LMÍ
  • Athugasemdir við fitjuskrárnar eru sendar á lmi@lmi.is
  • Ábyrgðaraðili vegna innihalds eru viðkomandi fagstofnanir
  • Endanlegur ábyrgðaraðili vegna skjalastýringar er LMÍ.

Breytingaferli
Breytingar á fitjuskrám eru í höndum viðkomandi fagstofnana. LMÍ hefur eftirlit með því hvort um tvítekningar sé að ræða.

Dæmi: slóðar, girðingar, skurðir, allt fitjueigindir sem eru notaðar af mismunandi aðilum og koma jafnvel fram í fleiri en einni fitjuskrá. Því þarf að hafa eftirlit með því að sama „form“ sé á fitjueigindunum.

Allar fitjuskrár fara í gegnum samþykktarferli áður en þær eru birtar á heimasíðu LMÍ.

Fitjuskrár eru endurskoðaðar eins oft og þörf er á.

Kynningarefni

Íslenskar fitjuskrár