Fara í efni

Mörk

Í markalaginu eru ýmis mörk lands og sjávar. Þetta eru nær eingöngu flákalög. Einungis er eitt línulag og sýnir það mörk sveitarfélaga. Það er hægt að sjá hvort markalínurnar eru vissar eða óvissar en markalínur á jöklum eru í langflestum tilvikum óvissar. Lagið var hnitað eftir DMA- og AMS-kortblöðum en ýmsar aðrar heimildir liggja þó að baki, t.d. hæstaréttardómar, samkomulag á milli sveitarfélaga og landmerkjaskjöl svo eitthvað sé nefnt. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur umsjón með að tilkynna um breytingar á sveitarfélögum. Sveitarfélögin eru síðan í flákalagi. Í útgáfunni eru sveitarfélög landsins 69 en í fyrstu útgáfu IS 50V sem kom út í lok árs 2003 voru þau 104.

Önnur flákalög í laginu sýna eftirfarandi:

  • umdæmi sýslumanna
  • kjördæmaskiptingu
  • póstnúmeraskiptingu
  • lögregluumdæmaskiptingu
  • skiptingu landsins í dómstóla í héraði
  • sóttvarnaumdæmaskiptingu
  • heilbrigðisumdæmaskiptingu
  • skiptingu landsins í heilbrigðiseftirlit
  • efnahagslögsögu Íslands
  • landhelgi Íslands

Nánari upplýsingar er að finna í lýsigögnum um mörk.