Fara í efni

Græn skref

Græn skref í ríkisrekstri

Landmælingar Íslands taka þátt í verkefninu „Græn skref í ríkisrekstri.“ Grænu skrefin eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og hljóta viðurkenningu eftir hvert skref. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og að hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi og draga úr rekstrarkostnaði. Þær aðgerðir sem Grænu skrefin ná til snerta sex þætti sem hafa áhrif á umhverfið og eru innleidd í fjórum áföngum.

Flokkar grænu skrefanna eru :

  • Innkaup
  • Miðlun og stjórnun
  • Fundir og viðburðir
  • Flokkun og minni sóun
  • Rafmagn og húshitun
  • Samgöngur

Í lok ársins 2014 náðu Landmælingar Íslands fyrsta áfanga og stigu þar með fyrsta skrefið í Grænum ríkisrekstri. Einu og hálfu ári síðar var innleiðingu lokið og þar með öll fimm skrefin innleidd.

Með innleiðingu Grænu skrefanna hafa Landmælingar Íslands ákveðið að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með margvíslegum hætti, bæta starfsumhverfi starfsmanna og draga úr rekstrarkostnaði. Til þess að fylgja markmiðunum eftir mun stofnunin halda áfram að færa Grænt bókhald, fylgja eftir stefnu sinni um vistvæn innkaup og setja sér árlega ný markmið í umhverfismálum sem fylgt er eftir í sérstakri framkvæmdaáætlun.