Fara í efni

Bylting í niðurhali á gögnum LMÍ

Niðurhalssíða fyrir opin gögn Landmælinga Íslands hefur verið endurhönnuð frá grunni. Nú er hægt að velja á milli 5 gagnasniða og 7 hnitakerfa fyrir hvert gagnasett og að auki er hægt að skoða lýsigögn og skilmála fyrir þau.

Niðurhalssíða Landmælinga Íslands

Þau gögn sem Landmælingar Íslands eru með í vörslu sinni eru að öllu jöfnu opin og notkun þeirra án endurgjalds. Einhver gögn sem stofnunin hefur í vörslu sinni eru þó ekki opin vegna leyfis- og höfundarréttarmála. Stöðugt er unnið að því að koma gögnum stofnunarinnar á stafrænt form og er stærsta verkefnið þar skönnun á loftmyndasafni LMÍ. Sem dæmi um opin gögn eru Loftmyndasafn LMÍ og Kortasafn LMÍ