Fara í efni

Uppfærsla á vefsjám Landmælinga

Að undanförnu hefur verið unnið að því að uppfæra vefsjár Landmælinga Íslands með það að markmiði að gera þær notendavænni og hraðvirkari. Vinnan er öll unnin af starfsmönnum stofnunarinnar.

 

Eitt af því sem hefur verið uppfært er virkni leitar fyrir örnefni. Leitað er í öllum lögum sem innihalda örnefni og birtist þá listi sem sýnir örnefnið, sveitarfélag sem það er í og svokallaðan nafnbera sem segir til um hvernig fyrirbæri er um að ræða. 

Önnur nýjung er að hægt er að smella á kortið og fá þá upp töflu með margskonar upplýsingum um þau fyrirbæri sem þar eru, að því gefnu að gagnalagið hafi verið valið undir Gögn í valmynd.