Fara í efni

Listi yfir gagnasett

Hér fyrir neðan er listi yfir gagnasett opinberra aðila sem eiga þátt í grunngerð stafrænna landupplýsinga á Íslandi.

Mikilvægt er að lýsigögn um gagnasett sem tilheyra stafrænni grunngerð landupplýsinga liggi fyrir og séu skráð í  Lýsigagnagátt svo að hagsmunaaðilar viti hvar er hægt að nálgast þau og geti nýtt sér þau. Um er að ræða opinber gögn sem ætti að miðla á aðgengilegan hátt, annars vegar í gegnum skoðunarþjónustu, s.s. Landupplýsingagátt, og hins vegar í gegnum niðurhalsþjónustu. Í lýsigögn eru meðal annars skráðar upplýsingar um skilmála vegna notkunar og dreifingar eða miðlunar. Starfsmenn í grunngerðarhóp sjá um skráningu lýsigagnanna og aðstoða við miðlun gagna í gegnum þjónustur.

Aðilar að grunngerðinni eru hvattir til að skoða listann og hafa samband við starfsmenn grunngerðarhóps vegna lýsigagnaskráningu og/eða ef það þarf að breyta upplýsingum um gögn viðkomandi stofnana HÉR.