Fara í efni

Örnefni almennt

Hjá Landmælingum Íslands hefur verið unnið að skráningu örnefna í stafrænan gagnagrunn frá því um 1990.

Örnefni eru í þremur lögum: flákalag, punktalag og línulag. Við upphaf færslu örnefna yfir í stafrænan gagnagrunn voru örnefni að mestu hnituð upp af Atlaskortum, DMA- og AMS kortblöðum. Eftir það hafa bæst við örnefni úr öðrum heimildum. Örnefni eru hnituð ofan á myndgögn.

Í 4. gr. í lögum um landmælingar og grunnkortagerð nr. 103/2006 segir að eitt af verkefnum Landmælinga Íslands sé skráning og viðhald örnefna í samráði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í lögum um örnefni nr. 22/2015 segir að eitt af hlutverkum örnefnanefndar sé að veita rökstutt álit um örnefni vegna birtingar í opinberum örnefnagrunni hafi risið ágreiningur um það efni og honum verið skotið til nefndarinnar.

Verkfæri til örnefnaskráningar á vef var fyrst tekið í notkun árið 2009 og var síðan endurbætt 2013. Í byrjun árs 2020 var þriðja útgáfa vefskráningartóls tekin í notkun. Vefskráningartól gerir fjölda fólks kleift að vinna við örnefnaskráningu í gegnum vefinn á sama tíma og auðveldar samvinnu með örnefnin. Vinnan getur farið fram hvar sem er, það eina sem þarf til er tölva og netsamband.

 Örnefnaskráning       Örnefni hjá Árnastofnun