Fara í efni

Nýr vefur - nafnid.is

Föstudaginn 18. desember sl. var nýr vefur Árnastofnunar, nafnið.is / nafnid.is formlega opnaður. Vefurinn veitir aðgang að örnefnasafni Árnastofnunar sem nú er orðið leitarbært í heild sinni. Verkefnið var unnið í samstarfi við Landmælingar Íslands.

Á vefnum verða gögn um nöfn af ýmsu tagi aðgengileg á einum stað. Í fyrsta áfanga verkefnisins er unnið að skráningu örnefnasafns Árnastofnunar en um er að ræða hátt í 14.000 skjöl sem innihalda rúmlega hálfa milljón örnefna. Landmælingar Íslands vinna stöðugt að hnitsetningu þessara örnefna í Örnefnagrunni LMÍ og hafa um 30% þeirra verið staðsett á kortagrunni. 

Hægt er að sjá upptöku frá kynningarfundi verkefnisins hér.