Fara í efni

Örnefnanámskeið

Hvar er? - Námskeið á næstunni
Viltu ná færni í að staðsetja örnefni?

Landmælingar Íslands fara um landið og halda námskeið í staðsetningu örnefna. Farið er yfir hvernig best sé staðið að skráningu, hvort sem skráð er eftir Hvar er?, með ítarlegri skráningaraðgangi eða með því að færa örnefni á útprentaðar myndir. Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir og kostar ekkert.

 

Skráning á námskeið er hér

 

Frekari upplýsingar um tíma- og staðsetningu kemur þegar við vitum um fjölda þátttakenda.

 

Staðsetning námskeiðs Dagsetning
Höfn í Hornafirði 20. október 2021
Breiðdalsvík 21. október 2021
Skagafjörður 4. nóvember 2021
Mýrar 11. nóvember
Bláskógabyggð  25. nóvember
Akranes 11. desember