Fara í efni

Hæðarlínur og hæðarpunktar

Hæðarlínurnar innihalda aðallega 20 m og 100 m hæðarlínur en á fáeinum stöðum er að finna viðbótar 10 metra hæðarlínur. Þetta eru samsettar hæðarlínur sem koma frá Landmælingum Íslands og ýmsum stofnunum og fyrirtækjum:

 • Hæðarlínur úr prentfilmum DMA og AMS kortblaða.
 • Ofanflóðahæðargögn frá Veðurstofu Íslands af snjóflóðahættusvæðum víðs vegar að af landinu.
 • Hæðargögn frá Orkustofnun og Landsvirkjun af ýmsum mögulegum virkjanasvæðum.
 • Hæðarlínur af Langjökli frá Raunvísindastofnun Háskólans.
 • Hæðarlínur frá Samsýn ehf. af stórum hluta Vesturlands, Tröllaskaga, Eyjafirði og umhverfis Hólmavík.
 • Hæðarlínur frá Ísgraf ehf. sem voru unnar vegna rammaáætlunar við Langasjó.
 • Hæðarlínugögn frá Landmælingum Íslands af Héraði í mælikvarða 1:25 000.
 • Hæðargögn af svæði á Vesturlandi sem Swedesurvey vann fyrir Landmælingar Íslands.
 • Hæðarlínur frá Spot-Image af Mýrdalsjökli.
 • ASTER ratsjárgögn af jöklum frá NASA og METI.
 • IPY (International Polar Year) lidargögn af jöklum.

Hæðarpunktar voru nær allir hnitaðir eftir DMA- og AMS-kortblöðum. Það eru tæplega 10.300 punktar í laginu.

Nánari upplýsingar er að finna í lýsigögnum um hæðargögn.