Fara í efni

Vatnafar

Vatnafarið skiptist í þrjú lög: línur, fláka og punkta. Línulagið sýnir ár og skurði. Jöklar, ár og stöðuvötn eru í flákalaginu. Punktalagið sýnir helstu fossa, hveri og flúðir. Vatnafarið er að mestu fengið af prentfilmum DMA- og AMS kortblaða en á undanförnum árum hefur mikið verið uppfært í þessu lagi og eru m.a. SPOT-5 gervitunglamyndirnar notaðar við uppfærsluna. Sérstaklega er þar um að ræða breytingar á jöklum, jökulám og vötnum.

Nánari upplýsingar er að finna í lýsigögnum um vatnafar.