Fara í efni

Örnefni hjá Árnastofnun

Nafnfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum vinnur m.a. að verkefnum er varða örnefni og eiga Landmælingar Íslands í góðu samstarfi við Árnastofnun. Þegar upp koma vafamál eða spurningar varðandi heimildir örnefna leita Landmælingar Íslands til Árnastofnunar þar sem grúskað er í heimildum. Árnastofnun heldur utan um allar örnefnalýsingar jarða, margra afrétta og svæða á hálendinu auk skráa um nöfn á miðum.

Á heimasíðu Nafnfræðisviðs Árnastofnunar er hægt að finna margar áhugaverðar og upplýsandi greinar sem skrifaðar hafa verið um örnefni.