Fara í efni

Helstu verkefni

Landmælingar Íslands hafa það hlutverk að safna, vinna úr, varðveita og miðla landupplýsingum um Ísland. Landupplýsingar eru grundvallargögn hvers samfélags og tryggja aðgang samfélagsins að upplýsingum varðandi umhverfi og náttúru. Landupplýsingar eru einnig mikilvægar til þess að styðja stefnumótun stjórnvalda á ýmsum sviðum s.s. á sviði framkvæmda, skipulagsmála, umhverfismála og vöktunar á náttúruvá.

Eitt af verkefnum Landmælinga Íslands er að fara með framkvæmd laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og hefur stofnunin forystu um innleiðingu