Fara í efni

Copernicusaráætlunin

Landmælingar Íslands eru fulltrúar Íslands í Copernicus vöktunaráætlun Evrópusambandsins sem hefur það verkefni að vakta stöðu umhverfisins á landi, sjó og lofti og stuðla um leið að bættu öryggi jarðarbúa. Copernicus áætlunin er eitt af stærri verkefnum Evrópusambandsins og er Ísland fullgildur aðila hennar í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvæðið.

Til að safna nauðsynlegum upplýsingum rekur Copernicus m.a. nokkur gervitungl og veitir upplýsingum frá þeim og öðrum mælingum í gegnum fjölmargar vefþjónustur. Ísland fær fullan aðgang að þjónustunum og upplýsingum um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta svo sem á sviðum sjávar, andrúmslofts, náttúruvár, landnotkunar og loftslagsbreytinga. Öll gögn og þjónustur Copernicus eru gjáldfrjáls.

Nánari upplýsingar um Copernicus er að finna á copernicus.eu

Aðgengi að gögnum er á Copernicus Data Space Ecosystem

Upplýsingar um þjónustur:

Andrúmsloft (Atmosphere)

Sjór (Marine)

Land (Land)

Loftslagsbreytingar (Climete Change)

Öryggi (Security)

Náttúruvá (Emergency)

 

Aðgengi að gögnum Copernicus:

Aðgengi að gögnum og þjónustum https://dataspace.copernicus.eu/index.html#ecosystem

Hrágögn úr Sentinel 1, 2, 3 og 5 https://scihub.copernicus.eu/dhus/#/home  

Andrúmsloft (Atmosphere) https://atmosphere.copernicus.eu/catalogue#/  

Sjór (Marine) https://resources.marine.copernicus.eu/?option=com_csw&task=results   

Land (Land) https://land.copernicus.vgt.vito.be/geonetwork/srv/eng/catalog.search#/home   

Loftslagsbreytingar (Climete Change) https://cds.climate.copernicus.eu/#!/search?text= 

Ýmislegt varðandi Copernicus

Aðgangur að gögnum

Copernicus menntun

Copernicus fyrir sprotafyrirtæki

Útboð o.fl.