Unnið að sameiningu Landmælinga Íslands við fjórar aðrar stofnanir
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær þau áform að sameina tíu af stofnunum ráðuneytisins í þrjár öflugar stofnanir — Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúruvísindastofnun og Loftslagsstofnun. Megináhersla er þar lögð á að tryggja áfram fyrirliggjandi mannauð og þekkingu og að starfsfólk njóti forgangs til nýrra starfa.
Stefnt er að því að starfsemi Landmælinga Íslands sameinist starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands, Veðurstofu Íslands, Landmælingar Íslands, ÍSOR og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn
Sjá nánar á vef stjórnarráðsins