Fara í efni

Breytingar í alþjóðlegu samstarfi

Landmælingar Íslands eru aðilar að Eurogeographics, samtökum evrópskra korta- og fasteignastofnana og CLGE sem eru samtök þeirra sem stunda landmælingar í álfunni. Bæði þessi samtök hafa nú fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og vísað meðlimum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi frá öllu starfi samtakanna, að minnsta kosti tímabundið.

Yfirlýsing Eurogeographics

Yfirlýsing CLGE

TIl viðbótar þá taka Landmælingar Íslands þátt í ArcticSDI verkefninu sem snýr að uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á Norðurskautinu. Þar sem það verkefni tengist óformlega starfsemi Norðurskautsráðsins þá hafa Landmælingar Íslands ákveðið að fylgja ákvörðun þess og gera tímabundið hlé á öllum formlegum þáttum ArcticSDI samstarfsins. 

Yfirlýsing Arctic Council