Fara í efni

Tölvusérfræðingur með áhuga á landupplýsingum

Laust er til umsóknar fjölbreytt starf sérfræðings í tölvumálum hjá Landmælingum Íslands. Við leitum að fjölhæfum og áhugasömum einstaklingi sem langar að taka þátt í að þróa spennandi nýjungar fyrir gögn, vinna með opinn hugbúnað og verða um leið hluti af öflugri liðsheild.

Sótt er um á Starfatorgi

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun og forritun á lausnum til vinnslu og miðlunar landupplýsinga.
  • Vinna við vefþjóna og vefþjónustur gagna.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking á JavaScript og CSS er nauðsynleg, þekking á Angular er kostur.
  • Þekking á SQL og Python er æskileg.
  • Þekking á gagnagrunnum og vefþjónustum fyrir landupplýsingar er kostur.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og hópavinnu
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2023. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landmælingar Íslands eru 22 manna ríkisstofnun staðsett á Akranesi. Hjá stofnuninni er fjarvinnustefna og styður við stefnu stjórnvalda um störf án staðsetningar. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sinna landmælingum, vinnslu og miðlun landupplýsinga og leiða uppbyggingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 22.02.2023

Nánari upplýsingar veitir

Jóhanna Hugrún Hallsdóttir - johanna.h.hallsdottir@lmi.is - s. 8615890

Smelltu hér til að sækja um starfið