Fara í efni

Sveitarfélögum fækkar

Nokkur sveitarfélög sameinuðust þann 14. maí, síðstliðinn og eru sveitarfélög landsins nú 64 talsins en voru 69 fyrir sameiningarnar.

  • Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust í  Þingeyjarsveit með sveitarfélaganúmerið 6613. Þingeyjarsveit er stærsta sveitarfélag landsins eða rúmir 12 þúsund ferkílómetrar en Múlaþing kemur þar á eftir með tæpa 10 700 ferkílómetra.
  • Svalbarðshreppur og Langnesbyggð sameinuðust í (Langanesbyggð, óstaðfest) með sveitarfélaganúmerið 6710.
  • Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur sameinuðust í Skagafjörð með sveitarfélaganúmerið 5716.
  • Húnavatnshreppur og Blöndósbær sameinuðust í Húnabyggð með sveitarfélaganúmerið 5613.
  • Stykkihólmsbær og Helgafellsbær sameinuðust og notast til bráðabrigða við heitið „Sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar" með sveitarfélaganúmerið 3716.

Einnig hefur samkomulag verið gert milli sveitarfélaganna Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um að 1,5 ferkílómetrar lands færist yfir til Akraneskaupstaðar frá Hvalfjarðarsveit og tók sú breyting gildi þann 7. júní síðastliðinn.

Ýmsan fróðleik um sveitarfélögin er hægt að finna hér

Sveitarfélagakort til útprentunar er að finna hér.