Fara í efni

Starfsmaður LMÍ ver doktorsritgerð

Í gær fimmtudaginn 29. nóvember 2018 varði Joaquín M. C. Belart, starfsmaður Landmælinga Íslands doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Heiti ritgerðarinner er „Afkoma íslenskra jökla, breytileiki og tengsl við loftslag“. Viðfangsefni doktorsverkefnisins er nýting fjarkönnunargagna við gerð hæðarkorta af jöklum og hvernig eigi að nýta þau til að fá sem nákvæmasta mælinga á afkomu jökla á tímabilum sem spanna allt frá árstíð til áratuga. Auk þess eru vensl afkomu og veðurfars eru greind. Vegna doktorsvarnar Joaquín verður útgáfu á nýju hæðarlíkani, á vef Landmælinga Íslands, frestað fram í næstu viku.