Fara í efni

Íslenskt landslag sem veggskraut

Á undanförnum árum hefur íslenska vörumerkið Literal Streetart vakið athygli fyrir skemmtilega útfærð plaköt af bæjum og borgum heimsins, þar sem notandinn getur sjálfur valið það svæði sem hann óskar. Nú hefur fyrirtækið bætt við möguleikanum að fá íslenskt landslag á plakati s.k. Fjallastíl, sem byggður er á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands. Sannarlega skemmtileg notkun á þessum gjaldfrjálsu gögnunum sem sýnir fram á virðisaukandi áhrif þess að hafa svona gögn opin og aðgengileg öllum.   Sjá nánar á: https://www.literalstreetart.com/mountains/