Fara í efni

Ráðstefna um málefni norðurslóða

Fjölmenni var á ráðstefnu Arctic Circle. Myndin er fengin að láni á vef ráðstefnunnar.
Fjölmenni var á ráðstefnu Arctic Circle. Myndin er fengin að láni á vef ráðstefnunnar.
Dagana 19. til 21. október fór fram í Hörpu árleg ráðstefna um málefni norðurslóða, Arctic Circle. Arctic Circle er alþjóðlegur vettvangur sem fjallar um mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingum, samstarf á því sviði og framtíð norðurslóða. Einn af mikilvægu þáttum í baráttunni gegn lofslagsbreytingum er aðgengi að upplýsingum.  Með það í huga kynnti Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Landmælinga Íslands, Arctic SDI samstarfsverkefnið sem snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar og tengingu kortagrunna á norðurheimsskautssvæðinu.  Markmið verkefnisins er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. til að fylgjast með umhverfisáhrifum og fjölbreyttu lífríki og eru kortagögn af norðurslóðum og samræming kortagagna nauðsynleg fyrir vísindasamfélagið í því skyni. Kynningin á Arctic SDI verkefninu var haldin í samvinnu við CAFF skrifstofu Arctic Council og hélt Tom Barry, framkvæmdarstjór CAFF erindi um mismunandi aðferðir við miðlun gagna. Landmælingar Íslands hafa fyrir Íslands hönd tekið þátt í Arctic SDI verkefninu frá upphafi og munu taka við formennsku í stjórn Arctic SDI á næsta ári.