Fara í efni

Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2018 er komin út

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2018 er komin út. Af mörgu er að taka þegar litið er yfir verkefni ársins og í ársskýrslunni er að finna gott yfirlit yfir marþætta starfsemi stofnunarinnar. Í ávarpi Eydísar Líndal Finnbogadóttur, sem hefur verið settur forstjóri frá því um mitt ár 2018, kemur meðal annars fram að árið  2018 hafi einkennst af miklum fjölda verkefna og að nær öll verkefni Landmælinga Íslands hafi verið unnin í samvinnu við aðra. Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi enda leggja Landmælingar Íslands áherslu á „Græn skref.“