Fara í efni

Ráðherra í heimsókn

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, heimsótti Landmælingar Íslands í dag. Þar kynnti hann sér  starfsemi stofnunarinnar og hitti  starfsfólk. Með ráðherra í för var aðstoðarmaður hans, Steinar Ingi Kolbeinsson og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir skrifstofustjóri skrifstofu umhverfis og skipulags.

Ráðherrann gekk um stofnunina og heilsaði upp á starfsfólk sem sýndi það helsta sem það er að vinna við. Þá átti ráðherra fund með forstjóra, forstöðumanni og tveimur fagstjórum þar sem hlutverk, starfsemi og helstu verkefni Landmælinga Íslands voru rædd. Sérstök áhersla var lögð á kynningu á hlutverki landmælinga fyrir samfélagið og mikilvægi þess að aðgengi að opinberum landupplýsingum verði bætt. 

Í tilefni af heimsókn ráðherra var ný landupplýsingagátt LMÍ opnuð en hún inniheldur aðgengilegar og opinberar landupplýsingar á Íslandi. 

Ráðherra á tali við fyrrum sveitunga sinn úr Borgarnesi, Þórarinn Sigurðsson mælingaverkfræðing

Farið var ítarlega yfir örnefnaskráningu á Siglunesi með Þórey D. Þórðardóttur, sérfræðingi við örnefnagrunn LMÍ

Steinunn Elva Gunnarsdóttir fagstjóri landupplýsinga sýndi ráðherra Sveitarfélagasjá LMÍ en þar má m.a. skoða sveitarfélagamörk aftur til 1904

Jöklabreytingar eru ráðherra hugleiknar en Sydney Gunnarson sérfræðingur fjarkönnunar sýndi hvernig nota má eldri fjarkönnunargögn til að meta breytingar á jöklum

Ísak Steingrímsson tölvunarfræðingur er íbygginn á svip eftir að hafa kynnt verkefni sem hann er að vinna að og snýr að hreinsun strandlengju Íslands

Ingvar Matthíasson sérfræðingur fjarkönnunar hefur unnið að samevrópskri kortlagningu á landnotkun og landgerðum á Íslandi í 16 ár