Fara í efni

Plokkað í Kalmansvík

Starfsmenn Landmælinga Íslands litu örstutt af skjánum og plokkuðu eina fjöru í nágrenni vinnustaðarins í vikunni. Það sem virtist nokkuð hrein fjara reyndist full af rusli þegar betur var að gáð. Verkefnið var ekki eingöngu til að fegra umhverfið heldur smá vettvangsrannsókn vegna spennandi verkefnis sem verið er að vinna á stofnuninni um þessar mundir. Á myndina vantar að venju ljósmyndarann, Guðna Hannesson.