Fara í efni

Örnefnanámskeið í Önundarfirði

Í vikunni hélt örnefnateymi Landmælinga Íslands námskeið í staðsetningu örnefna í Holti í Önundarfirði að beiðni Fornminjafélags Súgandafjarðar og áhugafólks um skráningu örnefna og fornleifa. Einnig var fulltrúi Minjastofnunar á staðnum sem kynnti smáforritið Muninn sem almenningur mun geta notað til að skrá fornminjar.

Það var vel mætt og var fólk mjög áhugasamt um verkefnið. Fólk lærði handtökin við að staðsetja örnefni, sem þegar eru til í örnefnaskrám, á kort í örnefnagrunninum. Það var líka hægt að læra að afmarka örnefni á loftmyndir fyrir þau sem hentaði sú aðferð betur.

Þess má geta að í júní 2022 hélt örnefnateymið svipuð námskeið á Patreksfirði, Tálknafirði, Ísafirði, Hólmavík og í Árneshreppi.