Fara í efni

Opnun á nýrri Loftmyndasjá

Landmælingar Íslands, Jarðvísindastofnun HÍ og Fjarkönnunarmiðstöð HÍ bjóða þér að mæta á opnun á nýrri Loftmyndasjá: https://loftmyndasja.lmi.is. Opnunin fer fram fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 16:00 - 18:00 í stofu N-132 í Öskju, Sturlugötu 7.

Loftmyndasjáin er vefsjá búin til af Landmælingum Íslands með sögulegum loftmyndum. Aðgangur að vefsjánni er öllum opinn og án gjaldtöku. Á viðburðinum verða fyrirlestrar um sögu kortagerðar úr lofti á Íslandi, sýnt verður hvernig hægt er að nota loftmyndasjána við kennslu og tekin dæmi um notkun loftmyndasjárinnar við rannsóknir í jarðvísindum.

Skráðu þig hér: https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=Dl_6CRghVkaFKWd-2P2-eGw11I8yjB1Kgjv3IFXUrjpUMTg2UEYwOURHNzUyWTAzRkVRVFlCRUg5SC4u

Dagskrá:

16:00 - 16:15 Móttaka

16:15 - 16:25 Kynning,Gunnar Haukur Kristinsson, forstjóri Landmælinga Íslands

16:25 - 16:35 Saga loftmyndatöku á Íslandi, J. Belart & S. Gunnarson, Landmælingar Íslands

16:35 - 16:45 Loftmyndasjá: Aðgengilegt verkfæri sem hjálpar við að skilja umhverfis- og samfélagsbreytingar á Íslandi, Gro B. M. Pedersen, Jarðvísindastofnun HÍ

16:45 - 16:55 Þrívið framsetning á sögulegu landslagi úr loftmyndasafninu Kieran Baxter, HÍ

17:00 - 18:00 Léttar veitingar og gagnvirkar kynningar