Ný sending af örnefnum
Það er alltaf ánægjulegt þegar okkur berast gögn yfir örnefni, hvort sem er á myndum eða á tölvutæku formi. Um daginn fengum við senda frá Landform ehf tölvuskrá með yfir 1800 örnefnum í Sveitarfélaginu Árborg og nú er búið að teikna þau inn í örnefnagrunninn. Mikil vinna er þó enn eftir hjá staðkunnugum við að fara yfir gögnin.
Gaman væri ef einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög sem luma á gögnum með örnefnum gætu sent okkur afrit eða lánað okkur til að við getum skráð eftir þeim.
Meðfylgjandi eru fyrir og eftir myndir af svæðinu.