Fara í efni

Námskeið í staðsetningu örnefna

Dagana 20. og 21. október hélt örnefnahópur Landmælinga Íslands tölvunámskeið í staðsetningu örnefna á Höfn í Hornafirði, Bragðavöllum í Hamarsfirði og á Breiðdalsvík. Alls sóttu um 30 manns námskeiðin sem tókust vel og var fólk mjög áhugasamt. Á námskeiðinu var byrjað á að kynna Hvar er? landsátakið en einnig var kennd ítarlegri tölvuskráning.

Næstu námskeið verða haldin 4. nóvember á Sauðárkróki, 11. nóvember í Borgarnesi og 25. nóvember í Bláskógabyggð. Skráning á námskeiðin fer fram hér https://www.lmi.is/is/landupplysingar/ornefni/ornefnanamskeid