Fara í efni

Ný uppfærsla á IS 50V

Örnefni hafa m.a. verið skráð í Borgarbyggð.
Örnefni hafa m.a. verið skráð í Borgarbyggð.
Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fjögurra gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum mörkum og samgöngum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem  stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu hefur verið skráð töluvert af örnefnum í Borgarbyggð, Dalabyggð, Reykhólahreppi, Árneshreppi, Sveitarfélaginu Skagafirði, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Norðurþingi, Fljótsdalshreppi, Sveitarfélaginu Hornafirði og Rangárþingi ytra. Fjöldi örnefna í grunninum er nú tæplega 120 þúsund. Í markalaginu voru gerðar breytingar á sveitarfélagamörkunum (línur og flákar), Breiðdalshreppur sameinaðist Fjarðarbyggð (gildistaka maí 2018) og Garður og Sandgerðisbær sameinuðust (gildistaka júní 2018). Ekki er komið nafn á sveitarfélagið en til bráðabirgða er notast við heitið „Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis“. Sveitarfélög landsins eru nú 72 talsins og til gaman má geta þess að í fyrstu útgáfu IS 50V sem kom út í lok árs 2003 voru sveitarfélögin 104. Á 15 árum hefur sveitarfélögum því fækkað um 32. Vegna breytinga á reglugerð um heilbrigðisumdæmi (2016) breyttist lagið aðeins í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands. Önnur lög eru óbreytt. Í mannvirkjum voru gerðar breytingar og leiðréttingar í punktalaginu. Lagið er einnig uppfært að nýrri fitjuskrá, helstu breytingar eru að skálar eru aðgreindir frá sumarhúsum og vitar fá sérflokk. Nú eru um 23.200  mannvirki í laginu. Nýjar upplýsingar um íbúafjölda frá Hagstofunni eru komnar í flákalagið og einnig voru smávæginlegar breytingar gerðar. Vegalagið breyttist í samgöngulaginu, þar sem  nýir vegir frá Vegagerðinni voru settir inn. Einnig voru ýmsar leiðréttingar gerðar, þá hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum. Flákalagið (flugvellir) er hins vegar óbreytt. Hægt er að sjá lýsigögn um IS 50V í landupplýsingagátt Landmælinga Íslands. Einnig er hægt að nálgast IS 50V í gegnum wms og wfs þjónustur, Â