Fara í efni

Ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V

Hér má sjá hitakort af nýskráðum örnefnum, blár litur sýnir hvar mest hefur verið skráð af nýjum ör…
Hér má sjá hitakort af nýskráðum örnefnum, blár litur sýnir hvar mest hefur verið skráð af nýjum örnefnum á milli útgáfa.
Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, samgöngum, vatnafari og strandlínu. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem  stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu hefur verið skráð töluvert af örnefnum í 17 sveitarfélögum; Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppi, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Vesturbyggð, Kaldrananeshreppi, Sveitarfélaginu Skagafirði, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Norðurþingi, Fljótsdalshéraði, Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppi, Djúpavogshreppi, Mýrdalshreppi, Flóahreppi og Suðurnesjabæ. Á milli útgáfa hafa 4000 örnefni verið skráð. Í mannvirkjum voru gerðar breytingar og leiðréttingar í punktalaginu. Nýjar upplýsingar um íbúafjölda frá Hagstofunni eru komnar í flákalagið og einnig voru smávæginlegar breytingar gerðar. Nýir vegir frá Vegagerðinni voru settir inn í vegalagið. Einnig voru ýmsar leiðréttingar gerðar, þá hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum. Smávæginlegar breytingar voru gerðar á flákalaginu (flugvellir). Þingeyrarflugvelli var breytt úr áætlunarflugvelli yfir í lendingastað, einnig var slitlagið yfirfarið. Vatnafarið var uppfært í kringum skriðuna sem féll í Hítardal sumarið 2018, notast var við gervitunglamynd frá júlí 2018. Einnig voru fáeinar leiðréttingar gerðar víðsvegar um landið. Í tenglsum við uppfærslu á vatnafarinu urðu einhverjar tilfærslur á hjálparlínum í dálkinum‚ adstodarlina í línulaginu en lega strandlínunnar breyttist ekkert. Flákalagið er óbreytt. Hægt er að sjá lýsigögn um IS 50V í landupplýsingagátt Landmælinga Íslands og gögnin sjálf er hægt að skoða í landupplýsingagátt LMÍ og kortasjá LMÍ Einnig er hægt að nálgast IS 50V í gegnum wms og wfs þjónustur. Með því að nota t.d. opna hugbúnaðinn Qgis (https://qgis.org/en/site/) er hægt að skoða IS 50V gegnum þessar þjónustur. wms : https://gis.lmi.is/geoserver/IS_50V/ows?request=GetCapabilities&service=WMS wfs: https://gis.lmi.is/geoserver/IS_50V/ows?request=GetCapabilities&service=WFS Bendum einnig á leiðbeiningarsíðu Landmælinga Íslands en þar er að finna ýmsar upplýsingar.