Fara í efni

Ný útgáfa af Cocodati

Landmælingar Íslands hafa þróað nýja útgáfu af cocodati (Coordinate Conversion and Datum Transformation for Iceland) sem notað er til að varpa hnitum á milli hnitakerfa. Um er að ræða algera endurnýjun á forritinu og byggir vörpunarvél þess á nýjustu útgáfunni af PROJ, nánari upplýsingar https://proj4.org/. PROJ er safn kortavarpanna og aðgerða til að varpa á milli hnitakerfa og er notað í bakgrunni í mörgum landupplýsingaforritum t.d. QGIS. Í forritinu verður hægt að breyta á milli helstu hnitaforma sem og varpa á milli ISN hnitakerfanna. Þá er hægt að breyta sporvöluhæðum yfir í ISH2004 hæðir eða öfugt. Þá hefur verið leitast við að einfalda notendaviðmótið og kortasjá bætt inn þannig að notendur geta séð staðsetningu þeirra punkta sem verið er að varpa. Unnið verður áfram að þróun forritsins og nákvæmari vörpunum milli sögulegra kerfa eins og Hjörsey55 og Reykjavík 1900 verður bætt inn. Slóð: https://sandmerki.lmi.is/cocodati/