Fara í efni

Ný kortasjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka

Landmælingar Íslands hafa opnað nýja sjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka. Þar er hægt að nálgast heimildirnar á núverandi IS 50V mörkum sveitarfélaga  á einfaldan hátt. Ef smellt er á línu þá birtist dálkur og ef smellt á dálkinn heimild þá birtist tengill annað hvort á pdf eða jpg formati. Heimildirnar birtast eins og þær líta út í skjalasafni Landmælinga Íslands. Skjölin geta verið hæstaréttardómar, samkomulag á milli sveitarfélaga, handskrifuð skjöl (t.d. gömul landamerkjaskjöl) eða teikningar sem hafa verið teiknaðar á kort Landmælinga Íslands svo eitthvað sé nefnt. Á nokkrum stöðum (aðallega á jöklum) eru engar heimildir.