Fara í efni

Mælingastarf LMÍ vekur athygli

Nýlega birtist grein eftir Guðmund Valsson fagstjóra landmælinga, í tímaritinu GIM International. GIM er alþjóðlegt fagtímarit á svið landmælinga og landupplýsinga. Greinin ber nafnið Surveying in the Land of Fire and Ice (dramtískur titill er kominn frá ritsjórn GIM) og fjallar um helstu áskoranir í landmælingum á Íslandi, rekstur á nákvæmum hnitakerfum og innleiðingu á nýjum kerfum. Þá er einnig fjallað um mælingar í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesi.

Myndir í greininni eru teknar af Guðna Hannessyni, ljósmyndara og kortagerðarmanni LMÍ.