Fara í efni

Einfaldara aðgengi að mælingagögnum

Í dag opnuð Landmælingar Íslands nýja Mælingasjá. 
Í mælingasjánni eru hægt að skoða upplýsingar um fleiri en 4000 fastmerki sem Landmælingar Íslands og samstarfsaðilar þeirra hafa mælt á undanförnum áratugum. Hægt er að velja milli mismunandi ISN viðmiðanna, en hæðir eru einungis í landshæðarkerfi ISH2004. Mögulegt er að hlaða niður punktlýsingum með nákvæmunum hnitum á mismunandi hnitaformum og/eða hæðum.

Þá er einnig möguleiki á að skoða upplýsingar um jarðskorpuhreyfingar, geóíðuna og skekkjur vegna Lambert kortavörpunarinnar sem hjálpað getur til við skipulagningu mælinga.

Landmælingar Íslands munu halda áfram að þróa mælingasjána og bæta inn nýjum og eldri mæligögnum sem og öðrum upplýsingum sem gagnast geta þeim sem starfa við landmælingar.

Möguleiki er á því að bæta inn fastmerkjum frá öðrum aðilum sé þess óskað. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Guðmund Þór Valsson fagstjóra landmælinga á netfanginu gudmundur@lmi.is.

Hlekkur á Mælingasjá: http://atlas.lmi.is/mapview/?application=maelingasja