Fara í efni

Lítum á landslagið við Grindavík

Í umræðunni um skjálftavirkni og landris við Grindavík höfum við hjá Landmælingum Íslands enn og aftur ákveðið að hjálpa landanum að átta sig á staðháttum. Í meðfylgjandi hlekk er að finna hæðarlíkan IsalndsDEMv0 með gervitunglamynd ásamt örnefnum. Líkaninu má snúa með aðstoð músarinnar og þannig verða kunnugur staðháttum.     Skoðaðu umhverfið hér: http://atlas.lmi.is/3dmodel/ReykjanesMynd/ReykjanesMynd.html Hæðarlíkön eru einnig nýtileg til að birta með örðum upplýsingum. Þegar kemur að umræðu um t.d. náttúruvá er mikilvægt að geta safnað saman upplýsingum frá opinberum aðilum og lagt saman til að fá heildarmynd. Á meðfylgjandi mynd höfum við lagt saman hæðarlíkan, gögn um landris sett saman af Vincent Drouin/Ísor og upplýsingar um jarðskjálfta frá Veðurstofunni. Með því að snúa líkaninu er hægt að sjá jarðskjálftana, bæði staðsetningu þeirra á yfirborði og dýpi þeirra niðri í jörðinni. Gögnin sem líkanið sýnir er með jarðskjálftaupplýsingar frá 27. - 29. janúar 2020 https://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar#view=table Skoðaðu líkanið hér: http://atlas.lmi.is/3dmodel/Reykjanes3D/Reykjanes3D.html Landmælingar Íslands leiða verkefni fyrir hönd stjórnvalda sem snýr að því að veita aðgengi að landupplýsingum/kortagögnum opinberra aðila en með auknu aðgengi að gögnum er auðveldar að samnýta gögn og fá heildarsýn. Í Landupplýsingagáttinni  https://kort.lmi.is/?lang=is er til að mynda að finna gögn frá 18 innlendum og erlendum aðilum sem hægt er að skoða saman. Ætlunin er að inni í þessari vefsjá verði í framtíðinni allar opinberar landupplýsingar aðgengilegar og veltur það á hverri stofnun að veita það aðgengi. Notendur geta valið hvaða gögn eru skoðuð með því að smella á Kortalög en einnig breytt grunnkortinu sem gögnin birtast ofaná en þau er að finna neðst í kortaglugganum. Leiðbeiningar um notkun kortasjárinnar er að finna undir hnappnum Leiðbeiningar.