Fara í efni

Landupplýsingar hjá Sameinuðu þjóðunum

Á vegum Sameinuðu þjóðanna er starfandi deild (UN-GGIM) sem vinnur að eflingu og nýtingu landupplýsinga til að takast á við helstu áskoranir framtíðarinnar.  Flest lönd heimsins taka þátt í sérfræðinganefnd á vegum UN-GGIM (The United Nations initiative on Global Geospatial Information Management) og tóku Landmælingar Íslands þátt í 12. fundi nefndarinnar fyrstu vikuna í ágúst síðastliðnum. Á dagskránni var meðal annars  umfjöllun um tengingu við Heimsmarkmiðin og alþjóðlegt viðmiðunakerfi (GGRF) auk þess sem undirbúningur var hafinn að stærra hlutverki UN-GGIM sem samþykkt var af Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) fyrr í sumar. 

Hægt er að lesa meira um UN-GGIM hér: https://ggim.un.org/