Fara í efni

Jafnlaunavottun Landmælinga Íslands 2021

Frá árinu 2013 hafa Landmælingar Íslands rekið jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur jafnlaunastaðlalsins ÍST 85:2012 og nær til alls starfsfólks. Þar með er stuðlað að því að sömu laun séu greidd fyrir jafn verðmæt og sömu störf. Árlega hefur jafnlaunakerfið verið tekið út af vottunarstofu og í tengslum við úttektir hafa verið gerðar úrbætur á kerfinu sem hafa leitt til þess að kerfið hefur verið í stöðugri þróun og endurbótum. Þá hefur launagreining verið gerð árlega og hefur hún í einstaka tilfellum leitt til launleiðréttinga. Í síðustu launagreiningu kom í ljós að útskýrður launamunur er 1,9% þar sem hallar á konur, en launamunur hefur aldrei farið yfir 5% hjá stofnuninni.

Á síðast ári gerðu Landmælingar Íslands samning við fyrirtækið Versa vottun um úttekt og vottun á jafnlaunakerfinu og gildir hann til ársins 2024. Fyrsta úttekt fór fram í febrúar á þessu ári og í kjölfarið hefur Versa vottun staðfest að Landmælingar Íslands starfræki jafnlaunakerfi sem er í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Jafnframt hefur Jafnréttisstofa veitt stofnuninni heimild til að nota jafnlaunamerkið til ársins 2024.