Fara í efni

Hæðarmælingar fjalla

Þekkt dæmi um fjall sem lækkaði við nákvæmar mælingar er Hvannadalshnjúkur sem var mældur árið 2005…
Þekkt dæmi um fjall sem lækkaði við nákvæmar mælingar er Hvannadalshnjúkur sem var mældur árið 2005 og lækkaði þá um 9 m. Þórarinn Sigurðsson og Guðmundur Valsson mælingaverkfræðigar við mælingar á Hvannadalshnjúki.
Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mælt. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er þessi munur þó lítill, sérstaklega ef mælingamenn kunna vel til verka. Þegar fjöll eru mæld koma fleiri breytur til. Í fyrsta lagi er ekki alltaf verið að mæla sama punktinn, þ.e. ekki er endilega víst að eldri mælingar hafi verið á hæstu punktum fjalla heldur á punktum sem gott var að mæla. Í öðru lagi þá eru margir af hæstu punktum Íslands snævi þaktir og hefur snjóþekja mikil áhrif á niðurstöðu hæðarmælinga. Margir af þeim hæðarpunktum sem verið hafa á kortum landsmanna um árabil eru upprunnir frá landmælingu Dana á Íslandi frá því skömmu eftir 1900. Þessar mælingar eru nokkuð nákvæmar miðað við þeirra tíma tækni, þá sérstaklega þær grunnmælingar sem gerðar voru. Hins vegar er spurning hvort leiðrétt hafi verið fyrir ljósbroti við hæðarákvörðun vegna kortagerðarinnar.