Fara í efni

Hæðarlíkan - Hekla

Nú er röðin komin að Heklu í þrívídd. Ógnin af eldgosum í Heklu fékk menn til að halda að þar mætti finna inngöngu í helvíti. Hvort sem það er rétt eða ekki er Hekla líklega þekktasta eldfjall landsins. Lögun fjallsins minnir á bát á hvolfi. Árið 1104 gaus í fjallinu og bárust gosefni í miklum mæli víða yfir umhverfið. Landsmenn höðfu enn ekki áttað sig á eyðingarmætti Heklu. Þá fóru margir bæir í eyði, m.a. að Stöng í Þjórsárdal þar sem fornleifauppgrjöftur var gerður árið 1939.

Hvert nýtt hraunlag sem lagst hefur utan á fjallið hefur breytt lögun þess. Hæðarlíkanið af Heklu var unnið árið 2015 vegna EMMIRIS verkefnis HÍ (www.emmirs.is), þegar nákvæmum hæðargögnum var safnað (lidar). Einnig voru loftmyndir úr safni Landmælinga nýttar við þá vinnu, sjá hér: https://emmirs.svarmi.is/map.

Með því má greina útlínur einstakra hrauna og kanna flatarmál þeirra og að nokkru leyti rúmmál. Flogið var yfir svæðið árið 2015. Hekla er mjög virkt eldfjall og í framtíðinni munu endurteknar hæðarmælingar, eftir hvert eldgos, veita nákvæmar upplýsingar um rúmmál hrauna.

Árið 1947 varð stórgos í Heklu með öskufalli og hraunrennsli, eftir 102 ár goshlé. Heimildin hér að neðan gefur hugmynd um hvernig slík gos hegða sér https://www.youtube.com/watch?v=oD8c_BN99QE.