Fara í efni

Hæðarlíkan af Skaftafellsfjöllum ásamt Mosárdal

Árin 2010-2012 voru gerðar Lidarmælingar á Öræfajökli og aðliggjandi svæðum, m.a. Öræfasveitinni. Lidar hæðargögn eru mun nákvæmari en önnur og væri vissulega þörf fyrir slík gögn af landinu öllu. Lidargögn hafa ýmsa kosti því með þeim er unnt að fá mun nákvæmari hæðarlíkön af landinu. Slík líkön eru m.a. notuð til að greina flóðfarvegi, mæla breytinga á landi vegna skriðufalla, mæla rúmmálsbreytingar á jöklum, rétta upp loftmyndir, fá nákvæmar hæðarlínur en fyrst og fremst myndu Lidargögn betrumbæta núvernadi hæðargögn af landinu sem víða er verulega áfátt. Hæðaríkanið sem hér fylgir er af Skaftafellsfjöllum ásamt Morsárdal. Sjá má hvernig Kjósarsvæðið gengur inn úr innanverðum Morsárdal og hvernig tindar eins og Þumall liggja á norðurbrúninni við rönd Vatnajökuls.