Fara í efni

Hæðarlíkan af Esju

Esjan hefur mikla þýðingu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Segja má að hún sé þeirra fjall. Afar vinsælt er að ganga á Esjuna, að minnsta kosti upp að Steini sem er í um 597 m hæð. Leiðin að steini er um 6.6 km löng, fram og til baka frá bílastæði við Mógilsá. Fyrir ofan Steininn er klettabelti sem nær upp á brún við Þverfellshorn, í um 780 m hæð. Efri hlutinn er vel kleifur en ekki eins auðveldur, á köflum með keðju til öryggis. Sem dæmi um vinsældir Esju má geta þess að árið 2009 skrifuðu 22.000 manns sig í gestabækur Ferðafélagsins á Þverfellshorni og við Steininn. Hæðarlíkan af Esjunni