Fara í efni

Góður gangur í mælingum á viðmiðunarpunktum

Í tengslum við útboð á loftmyndum fyrir íslenska ríkið þá réðst starfsfólk Landmælinga Íslands í það verkefni að mæla viðmiðunarpunkta eða svokallaða kontrólpunkta víðs vegar um landið til að bæta nákvæmni loftmyndaflugsins. Að auki þá munu þessir punktar nýtast við staðsetningu annara gagna s.s. gervitunglamynda.

Fyrirhugað er að mæla tæplega 600 punkta og hafa nú þegar um 340 punktar verið mældir og nýtast sumir þeirra strax við kortlagningu umbrotanna við Litla Hrút.

Punktarnir eru 60x60 cm og ýmist bræddir eða málaðir á fast yfirborð, en það sem það er ekki fyrir hendi þá eru notaðar gúmmíhellur sem eru festar niður. Þá eru einnig í sumum tilfellum notaðir náttúrulegir punktar sem sjást vel úr lofti. 

Nokkrar myndir af kontrólpunktum og mælingu þeirra