Fara í efni

Uppfærsla á IS 50V

Gefnar hafa verið út nýjar útgáfur af mannvirkjum, mörkum og samgöngum í IS 50V gagnagrunninum. Breytingar eru mismiklar, mestar á vegum í samgöngulaginu, m.a. nýir vegir og einhverjar breytingar á vegnúmerum.

Í mannvirkjalaginu eru m.a. komnar nýjar upplýsingar um íbúafjölda frá Hagstofunni. Líklega er þetta í síðasta skiptið sem mannvirkjalagið verður gefið út í IS 50V. Á næsta ári verða aðrar leiðir notaðar til að miðla mannvirkjum.

Breytingar í markalaginu eru ekki varðandi mörkin sjálf heldur fækkar flákalögunumum um fjögur. Efnahagslögsaga, landhelgi, kjördæmi og heilbrigðiseftirlit eru ekki lengur í markalaginu en þær stofnanir sem bera ábyrgð á lögunum eru farnar að hýsa þau. Allt gert í anda grunngerðar stafrænna landupplýsinga. Landhelgisgæslan er með lögin efnahagslögsaga og landhelgi . Alþingi sér um kjördæmin og Umhverfisstofnun er með lagið heilbrigðiseftirlit.

IS 50V gögnin má nálgast á niðurhalssíðu LMÍ.