Fara í efni

Bætt aðgengi að gögnum Copernicus

Copernicus Data Space Ecosystem er nafnið á nýrri skýjaþjónustu Copernicus sem veitir aðgang að Copernicus gögnum, svo sem Sentinel gögnum, gögnum frá svokölluðum Copernicus Contributing Missions sem og gögnum þriðja aðila. Þjónustan hýsir þegar 34 petabæta af gögnum um yfirbor jarðar og mun smám saman koma í stað Copernicus Open Access Hub og DIAS, sem eru í dag með fleiri en 600.000 skráða notendur. Copernicus Data Space Ecosystem er byggt upp í samræmi við þarfir notenda og er mikilvægt skref í þróun og nútímavæðingu Copernicus áætlunar Evrópusambandsins. 

Copernicus Data Space Ecosystem