Fara í efni

Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi

Fjórum dögum eftir jarðskjálftann mikla á Suðurlandi 29. maí náði ENVISAT gervitunglið ratsjármynd af skjálftasvæðinu. Nú hefur Jarðvísindastofnun Háskólans birt interferometry-mynd sem sýnir hreyfingu skjálftans en skjálftinn mældist 6.3 á Richter skala. Myndir af þessu tagi eru eins og olíubrák á vatni og þar sem mynstrið brotnar upp og stutt verður á milli bylgjulengda litrófsins hafa átt sér stað miklar hreyfingar. Út frá legu Ölfusár má átta sig á staðsetningu Selfoss og Ingólfsfjalls. Jafnframt sést hvar mesta hreyfing hefur orðið NNV frá Selfossi upp með vesturjaðri Ingólfsfjalls. Þar sem margar litarendur koma fram nema jarðskorpuhreyfingar tugum sentimetra. Ratsjármyndin er fengin frá Evrópsku geimferðastofnuninni. Smelltu hér til að sjá myndina.